<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Úrvinnslur > Útlistun |
Útlistun - Hverfi, skólahverfi, leikskólahverfi, kjördeild
Útlistun úr þessum skrám eru allar sambærilegar og því eiga þessar skýringar og dæmi hér fyrir neðan við um alla fjóra útlistunarliðina
en dæmin eru tekin úr hverfaskránni.
Þegar búið er að setja inn skilyrðin fyrir útvalninguna er ýtt á hnappinn “Útlistun” og fer þá í gang vinnsla sem
getur tekið nokkra stund. Útvalningin birtist svo í skjámynd sem síðan er hægt að flytja yfir með hnappnum “Afrita”
yfir í Excel á einfaldan máta.
Ef valið er að gera útlistun sem miðar við hverfi, þá eru ýmsir möguleikar fyrir hendi,
hér eru sýnd nokkur dæmi.
Í öllum tilfellum er svo smellt á hnappinn Útlistun til að fá niðurstöður
Útlistun 1:
Heildarfjöldi íbúa
Birtir fjöldatölur allra íbúa sveitarfélagsins óháð aldri og hverfum.
Hvorki er hakað við “Velja aldursskiptingu” né “Velja hverfaskiptingu”.
Þá birtist heildarfjöldi íbúa, en það er sama talan og sést í hauslínu aðalmyndar Íbúasýnar.
l
Útlistun 2:
Heildarfjöldi íbúa skipt eftir fæðingarári.
Birtir fjöldatölur allra íbúa sveitarfélagsins flokkaðar niður eftir fæðingarári.
Hér er einungis hakað við “Velja aldursskiptingu”.
Útlistun 3:
Heildarfjöldi íbúa í hverju hverfi
Hér eru birtar fjöldatölur íbúa í hverju hverfi fyrir sig.
Útlistun 4:
Valinn út ákveðin fæðingarár óháð hverfum.
Hér birtist heildarfjöldi íbúa í ákveðnum aldurshópi í ákveðnu hverfi.
Hakað er við “Velja aldursskiptingu” og valið fæðingarár frá og til.
Í þessu dæmi er fundinn heildarfjöldi barna sem eru fædd á árunum 2015 - 2020.
Hægt er auðvitað að taka öll hverfi eða bara ákveðna götu.
Niðurstöður geta verið tvenns konar
Annars vegar listi sem sýnir fjöldatölur sveitarfélagsins eða hverfisins eða hins vegar nafnalistar:
eða nafnalistar: