eZee Absolute

Online Hotel Management Software

eZee Absolute er vefútgáfa af hinu frábæra eZee hótelkerfi. Kerfið inniheldur allar aðgerðir sem þarf fyrir pantanir, hópa, reikningagerð og einnig eru margvíslegar skýrslur í boði.

Allt er gert beint á vefnum og því engin uppsetning, bara að skrá sig inn og byrja.

eZee hefur þjónustuvakt 24 tíma á sólarhring alla daga og er hægt að smella á hnapp á síðunni til að fá samband við þjónustuaðila.

Hægt er að fá kerfið í áskrift í 6,12 eða 18 mánuði í senn.


eZee FrontDesk

Hotel Management Software

Með eZee FrontDesk hótelkerfinu eru allir vegir færir !
Um er að ræða skráningar- og stjórnkerfi sem er sérhannað fyrir allar þarfir hótela, mótela, gististaða, íbúðaleigu eða farfuglaheimila. eZee FrontDesk NextGen er lykillinn að góðu flæði gagna, eykur öryggi og heldur utan um allt sem snýr að rekstri staðarins. Kerfið er gríðarlega einfalt í notkun, en þó hefur það í sér ótrúlegan fjölda aðgerða og möguleika.

Kerfið er í notkun í þúsundum hótela í yfir 110 löndum og með þjónustumiðstöðvar í 40 löndum.

Allar aðgerðir fyrir bókun, skráningu, færa gesti, flytja á milli herbergja, raða í herbergi, greiðslur til og frá umboðsskrifstofum o.fl. o.fl.

 • Sérlega auðvelt að meðhöndla greiðslur í mismunandi gjaldeyri.
 • Starfsmenn geta valið hvaða tungumál þeir vilja sjá í skjámyndum.
 • Ótrúlega mikill fjöldi af skýrslum og útskriftum.
 • Hægt er að þýða skjámyndir á íslensku á einfaldan máta !
 • Sérstakt eftirlitskerfi heldur utan um upphæðir í peningaskúffu og prentar út í lok vakta hvað á að vera í kassanum hverju sinni.


 • eZee Reservation

  Online Hotel Booking Engine

  Með bókunarvélinni frá eZee eru þér allir vegir færir, hægt er t.d. að selja aukalega ferðir eða annars konar aðgöngumiða með bókun herbergisins.

  eZee bókunarvélin er einföld og öflug og leyfir að sjálfsögðu margvíslegar bókunarleiðir eins og í iPad, iPhone eða Android tækjum. Bókunarvélin er tengd vefsíðu hótelsins og gengið frá henni þannig að allt útlit hennar er eins og á vef hótelsins.


  eZee Centrix

  Online Hotel Channel Manager

  eZee Centrix er svokallað "Channel Management System" og sér um að koma öllum gögnum og verðupplýsingum sjálfkrafa á margar bókunarvélar.

  Notendur eZee Centrix fá aðgang að vefsíðu þar sem skilgreindar eru tegundir herbergja og herbergjaverð á hverjum degi fyrir sig og svo með einni aðgerð eru verðin send út á allar þær bókunarvélar samtímis.

  Með kerfinu sparast gríðarlegur tími því annars þarf að senda gögnin á hverja bókunarvél sérstaklega, en eZee Centrix sendir á þær allar í einu og á sérlega auðveldan hátt. Uppsetning er í raun engin, þar sem allt kerfið er á vefnum og því hægt að byrja strax að nýta sér kostina.


  eZee BurrP

  Restaurant Management Software

  eZee BurrP er heildarlausn veitingastaðarins og heldur utan um alla þætti.

 • Gera reikninga og skrifa beint á herbergi viðskiptavinarins
 • Gera matseðla
 • Halda utan um uppskriftir
 • Teikna upp borðaskipan
 • Aðgangur fyrir þjóna
 • Prenta lista í eldhúsi fyrir kokkana