Kennslukerfi á snjallsíma, spjaldtölvur og fyrir tölvustofur

ReLanPro er sérhæfður kennsluhugbúnaður fyrir tungumálakennslu. Annars vegar er Mobile kerfið þar sem nemandi lærir með snjallsíma og spjaldtölvu og getur hlustað og lesið inn verkefnaskil. Hins vegar er sérstakt tungumálakennslukerfi fyrir tölvustofur skóla og þar opnast öflugir möguleikar.

Með RelanPro Mobile kerfinu hefur kennarinn aðgang í gegnum vefinn og getur sent inn hljóðskrár og verkefni. Nemendur nota hins vegar spjaldtölvur og snjallsíma, bæði Android og Apple og sækja app þar sem bæði er hlustað á verkefni og talað inn í hljóðskrár sem svar.

Með RelanPro Mobile kerfinu er búinn til aðgangur fyrir hvern skóla í skýinu og grunnaðgangur hvers skóla er fyrir 10 kennara, 1 tölvuumsjónarmann og 400 nemendur.

Auðveld og fljótleg uppsetning. Hægt er að skrá kennara, bekki, nemendur og verkefni og tengja svo bekki við verkefni eða staka nemendur við verkefni. (Auðvitað hægt að "importa" öllum nöfnum beint frá Excel skjali og uppsetning er því mjög einföld.)

Nemendur fá úthlutað verkefnum sem þau nálgast með snjallsíma eða spjaldtölvu. Nemendur geta hlustað eins oft og þeir vilja og ef verkefnið er skilaverkefni, þá geta nemendur svarað inn í hljóðskrána og skilað inn þegar þeir eru ánægðir með sín svör. Kennarar sjá svo á einfaldan hátt þegar nemandi er búinn að skila inn verkefninu. Ef þarf, þá getur kennari hlustað á svörin eingöngu og lesið sjálfur inn leiðréttingar til nemenda.

Grunnaðgangur fyrir skóla miðast við 1 tölvuumsjónarmann, 10 kennara og 400 nemendur. Aðgangur fyrir skóla kostar einungis 25þús.+ vsk á mánuði.

Hver skóli fær aðgang að RelanPro skýinu og með sérmerktum aðgangi og lógo skólans.


Hægt að breyta sérstaklega hverri síðu

Hægt er að bæta við á valdar skjásíður myndum, tenglum og setja fellibox í valsvæði. Einnig er hægt að taka t.d. val fyrir framan flettimyndir og setja myndir í staðinn.

Hægt er að taka út valliði í valmyndum og setja tengla í staðinn og þannig nýtist músin enn frekar í skjámyndunum. Einstaklega auðvelt er að haka við að dagsetningarsvæði eigi að kalla upp dagatal þegar smellt er á svæði.

Með Presto fylgir sérstakt tól þar sem hægt er að taka hverja skjámynd og breyta henni sérstaklega og þannig auðvelt að velja þær síður sem mest eru notaðar til breytinga. Þegar farið er að vinna með síðurnar þannig, þá er fullur aðgangur að öllum html-kóda og því enn auðveldara fyrir vikið að bæta inn t.d. Ajax eða JavaScript möguleikum.


ReLanPro kerfið er sérhannað stjórnkerfi fyrir kennara í tölvustofu

Hægt er að bæta við á valdar skjásíður myndum, tenglum og setja fellibox í valsvæði. Einnig er hægt að taka t.d. val fyrir framan flettimyndir og setja myndir í staðinn.


Kerfið skiptist í tvennt:

ReLanPro Control
Stjórnkerfi

Leyfir að stýra öllum tölvum kennslustofunnar frá tölvu kennarans.
Kennari getur m.a. gert eftirfarandi:

 • Haft auðvelda stjórnun á kerfinu, enda allt á íslensku
 • Stjórnað öllum tölvum nemenda í stofunni
 • Slökkt á skjám og/eða læst lyklaborðum hjá öllum, sumum eða stökum
 • Búið til próf, sent til nemenda og fengið svör vistuð og yfirfarin til baka
 • Fylgst með skjámyndum nemenda og séð margar í einu eða eina og eina hjá nemendum
 • Hægt að leyfa eingöngu notkun á ákveðnum forritum og því ekki hægt að komast í önnur
 • Getur sent út á skjái nemenda allt sem er á kennaravél og því þarf t.d. ekki skjávarpa
 • Slökkt eða endurræst allar vélar í einu með einni aðgerð frá kennaravél

 • ReLanPro Multimedia Language Studio
  Margmiðlunarkerfi fyrir tungumálakennslu

  Tölvan er notuð í tungumálakennslu og kennsluefni er á rafrænu formi.

  Þessi hluti innifelur allt sem ReLanPro Control getur og að auki:

 • Hægt er að nota myndir, hljóðskrár og vídeómyndir til að kenna tungumál eða í raun hvaða fag sem er þar sem til er kennsluefni á rafrænu formi
 • Nemendur geta spurt kennara í gegnum heyrnartól og hljóðnema
 • Nemendur geta spilað, stöðvað og stýrt hljóð- og myndskrám á sínum hraða
 • Kennari getur sent videomyndir til allra, spilað fyrir alla í einu, suma eða staka nemendur
 • Kennari getur sent myndir, skjöl til nemenda og látið þá svara skriflega inn í skjölin
 • Látið nemendur taka munnleg próf og vistað hljóðskrár nemenda til að fara yfir síðar
 • Fylgst með stöðu hvers og eins og séð hvar hann er staddur í verkefnum
 • Hægt að skipta nemendum í hópa og þeir geta í gegnum hljóðnema talað við hvorn annan og æft upplestur og samtöl