RSF er á um 80% IBM System i véla á Íslandi

RSF (Remote Software Facility) er ótrúlega einfalt samskiptakerfi fyrir IBM System i vélar. Það býr til allar tækja- og línuskilgreiningar sjálfvirkt og setur System i vélar í samband á augabragði. Þú getur svo farið á milli véla í beint skjásamband eða sótt/sent skrár eða prentlista á milli vélanna. Allt þetta gerir gagnaflutning á IBM System i að léttum leik. Sérstaklega er auðvelt að senda eða sækja gögn yfir Internetið með RSF.


RSF speglar gögn á milli véla

RSF er fullkomið speglunarkerfi. Kaupa þarf viðbótarleyfi á grunnkerfið og þá er allt tilbúið í speglun á milli véla.

Hægt er að spegla eftirfarandi gagnatýpur á milli véla:

 • User profiles
 • System values
 • Network attributes
 • Authorization lists
 • Data queues
 • Object-level authorities
 • Spooled files
 • Message queues
 • Data areas
 • Database files
 • IFS objects
 • og fleira
 • Einnig er skipun sem afritar eina vél yfir á aðra sem er auðvitað sérstaklega þægilegt t.d. þegar skipt er um vél og flytja þarf allt yfir á nýju vélina.


  RSF-Install Aid - Ókeypis hugbúnaður frá Bugbusters !

  Hægt er að fá fylgiforritið RSF Install Aid ókeypis fyrir System i. Það er kerfi sem keyrir á PC og gerir notendum kleift að senda “savefile” frá PC yfir á System i. Gögnin úr “savefile” eru lesin inn í viðkomandi safn og hægt að vinna með þau síðan þar. Kerfið er sérstaklega auðvelt og þjált í notkun og krefst ekki að RSF sé inni á System i vélinni. Hægt er að velja um RSF sendingu eða FTP sendingu inn á System i vélina.


  CDBUILDER - Þarftu að dreifa hugbúnaði fyrir System i ?

  Hvernig væri þá að þú skoðaðir CDBUILDER frá Bugbusters. Það er kerfi sem býr til allar skrár sem þarf til að búa til geisladiska með iSeries gögnum. T.d. dreifir Ferli nú þjóðskránni árlega á geisladiski sem búinn er til af þessu kerfi. Hægt er að láta geisladisk í geisladrifið á iSeries og slá inn LODRUN *OPT til að lesa inn gögnin. Frábært og einfalt kerfi.