Götuskrá

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Aðgerðir >

Götuskrá

Götuskrá - allar götur sveitafélagsins

Hér eru skráðar allar götur sveitarfélagsins.

Hér tengjast hverfaskrá, leikskólahverfaskrá, skólahverfaskrá og kjördeildarskrá.

Þessa skrá þarf að fylla út eftir að búið er að fylla út hinar skrárnar.

 

Til þess að stofna, breyta eða eyða færslu er ýtt á hægri músartakka.

Birtist þá upp valmynd þar sem viðkomandi aðgerð er valin.
Neðsti glugginn á þessari mynd birtist t.d. ef valið er að breyta upplýsingum um Aðalgötu:

 

Ibuasyn_Gotuskra2

 

Lýsing

Skráð er inn nafn götunnar og stutt lýsing.

 

Húsnúmer

Siðan þarf að skilgreina húsnúmer frá og til sem tilheyra þessari götulýsingu.

Húsnúmerið er þrír stafir en fjórði stafurinn gefur til kynna hvort inngangur sé númer a), b), c) o.s.frv. Ef skráð er 0 í fjórða staf

húsnúmers þýðir að um einn inngang sé að ræða, ef skráð er 1 þýðir það að inngangurinn sé númer a), 2 ef inngangur b) o.s.frv.

 

Flokkur

Velja skal hvort viðkomandi gata með áður skilgreindum húsnúmerum frá og til sé öll

gatan, hluti götu, sléttar tölur eða oddatölur. Með þessu er mögulegt að skrá götu sem

skiptist á milli hverfa. Sjá dæmi hér að neðan.

 

Hverfi

Valið er það hverfi sem gatan tilheyrir. Upp kemur listinn úr hverfaskránni.

 

Staðgreinir

Skráður er inn staðgreinir götunnar. Staðgreininn er hægt að finna í Þjóðarsýn á einhverjum aðila búsettum í viðkomandi götu.

 

Leikskólahverfi

Valið er það leikskólahverfi sem gatan tilheyrir. Upp kemur listinn úr leikskólahverfaskránni.

 

Skólahverfi

Valið er það skólahverfi sem gatan tilheyrir. Upp kemur listinn úr skólahverfaskránni.

 

Kjördeild

Valin er sú kjördeild sem gatan tilheyrir. Upp kemur listinn úr kjördeildaskránni.

 

Dæmi 1:

Gata skiptist milli hverfa, sléttar tölur og odda tölur.

Öðru megin götunnar sem hefur staðgreini 1234 liggja sléttar tölur og tilheyra hverfi A. Hinum megin götunnar liggja oddatölur

og tilheyra hverfi B. Hér þarf að skrá tvær götur í götuskránna.

Fyrri götuna getum við nefnt TestgataOdda, valið húsnúmer frá 001 0 (fjórði stafur er stigagangur) og húsnúmer til 999 0.

Flokkur verður þá 3-Oddatölur, hverfi B og staðgreinir 1234.

Seinni gatan verður þá TestgataSlétt, húsnúmer frá 002 0 og húsnúmer til 999 0, flokkur 4-Sléttar tölur, hverfi A og staðgreinir 1234.

 

Dæmi 2:

Gata skiptist milli hverfa, hluti götu.

Gata með staðgreini 1234 skiptist milli tveggja hverfa. Húsnúmer frá 1 – 20 liggja í hverfi A og 21 – 40 liggja í hverfi B.

Fyrri götuna getum við nefnt GataFyrri sem fær húsnúmer frá 001 0 til 019 0, flokkur 2-Hluti götu, hverfi A, staðgreinir 1234.

Seinni götuna getum við nefnt GataSeinni sem fær húsnúmer frá 020 0 til 040 0, flokkur 2-Hluti götu, hverfi B, staðgreinir 1234.

Stigagangar / inngangar:

Fjórða talan í húsnúmeri frá og til gefur til kynna stigaganginn eða innganginn.

Húsnúmer 24c væri skráð sem 024 3, húsnúmer 40a væri skráð sem 040 1 o.s.frv.