Aðili í þjóðskrá

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Upphafsmynd >

Aðili í þjóðskrá

Upplýsingar um aðila - FLIPI Aðili

Þegar tvísmellt er á aðila af aðalvalmynd fyllist upp þessi hluti myndarinnar sem sýnir nánari upplýsingar um viðkomandi aðila.
Athugið að ef nafn viðkomandi er langt,  þá sést það allt hér í efstu línunni þó það sé styttra í flettimyndinni.

 
ATH: Í öllum skjámyndum í þessari handbók birtast DEMO-gögn frá Þjóðskrá  !

Ibuasyn_Adili

 

Hver aðili í þjóðskrá/Íbúasýn hefur lögheimiliskóda sem þýðir ákveðið götunúmer og húsnúmer. Er þannig hver
aðili tengdur gegnum lögheimiliskódann í götuskrána.

 

Íbúðanúmer er sérstaklega haldið utan um í þessu kerfi. Hægt er að stofna / breyta /eyða íbúðanúmerum frá

upphafsmyndinni. Með því er hægt að halda utan um hverjir búa saman í íbúð.

 

Fjölskyldunúmer er kennitala þess aðila í fjölskyldunni sem elstur er.

 

Einnig kemur fram hver makinn er ef um maka er að ræða.

 

Ef viðkomandi hefur bannkóda hjá Þjóðskrá birtist Já í svæðinu Bannkódi. Það þýðir að ekki megi senda ruslpóst og

happdrættismiða á viðkomandi.