<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Íbúasýn fyrir sveitarfélög > Fyrstu skref |
Hvað þarf að gera
Þegar byrjað er að nota Íbúasýn eru allar skrár kerfisins auðar en allir íbúar sveitarfélagsins eru listaðir upp í aðalvalmynd.
Byrja þarf á að stofna:
Hverfaskrá
Leikskólahverfaskrá
Skólahverfaskrá
Kjördeildir
Þegar þessar fjórar skrár liggja fyrir er stofnuð:
Götuskrá
Sjá kafla “Aðgerðir” til að stofna skrárnar.
Þegar búið er að stofna inn í allar þessar skrár liggur fyrir tenging hvers íbúa fyrir sig við götu, hverfi o.s.frv. og er þá hægt
að fara að nota kerfið.
Til að fullvissa sig um að engar götur vanti inn í götuskrána er nauðsynlegt að keyra vallið “Eru allar götur í götuskrá”,
sjá kafla “Úrvinnslur”. Ef einhverjar götur koma þá upp á listann er nauðsynlegt að setja þær inn í götuskrána svo allar útlistanir
verði réttar.