Miðlun upplýsinga um fósturbörn
Nánari skýringar:
ATH: Þjóðskrá mun halda skrá um fósturforeldra byggt á gögnum sem berast frá BOFS og hefur það hlutverk
að tryggja miðlun á þeim gögnum til ytri aðila sem hafa heimild til að fá aðgang að forsjáupplýsingum barna.
Ríkar kröfur eru gerðar til þeirra sem fá aðgang að forsjáskrá.
Ákveðið hefur verið að miðla þessum upplýsingum sem nýrri tegund af forsjá í forsjárskrá.
Þessi útfærsla er talin ákjósanlegust, þar sem fósturforeldrar hafa í nær öllum tilfellum sömu réttindi og
foreldrar með forsjá.
Með að bæta við nýju forsjá ID ætti það að minnka vinnu sem þarf að gera á kerfum sem að
vinna með forsjá, að bæta fósturforeldrum þar inn, því það myndi gerast sjálfkrafa.
Til eru tvær fósturskráningar, annars vegar tímabundið fóstur og svo varanlegt fóstur.
Þegar um tímabundið fóstur er að ræða fara kynforeldrar yfirleitt enn þá með forsjá.
Því getur barn í tímabundnu fóstri verið með 1-2 kynforeldra ásamt 1-2 fósturforeldra sem þýðir að barn í tímabundnu fóstri getur verið með allt að 4 forsjáraðila.
Þegar barn er komið í varanlegt fóstur fer barnavernd alltaf með forsjá.
Því getur barn í varanlegu fóstri að auki verið með 1-2 fósturforeldra sem þýðir að barn í varanlegu fóstri getur verið með allt að 3 forsjáraðila.
Fyrst um sinn mun einungis miðlun á varanlegu fóstri hefjast. Áfram er unnið að því að koma tímabundnu fóstri einnig í miðlun.
Ætlunin er að hefja miðlun á fósturforeldrum þann 16. febrúar 2025.
Við viljum vekja sérstaka athygli á hugsanlegum breytingum sem þarf að gera í ytri kerfum.
Skýringar á forsjárgögnum - sjá einnig í pdf-skjali um forsjárskrá
Forsjá-Id ForsjaTegund
1---------- Ein/n með forsjá
18--------- Sameiginleg forsjá- Forsjáraðilar barns giftir eða í skráðri sambúð.
20--------- Sameiginleg forsjá - Forsjáraðilar barns giftir eða í skráðri sambúð.
ATH: Það er enginn munur á Id 18 og 20, eingöngu tengt skráningu í Þjóðskrá
24--------- Sameiginleg forsjá – Lögheimilisforeldri
26--------- Sameiginleg forsjá – Ekki lögheimilisforeldri
27--------- Sameiginleg forsjá – Búsetuforeldri
Í tilfellum þar sem börn eru skráð með forsjá Id 24, 26 og 27 eru forsjáraðilar ekki giftir og ekki í skráðri sambúð.
Þá er alltaf einn forsjáraðili skráður sem lögheimilisforeldri og hinn forsjáraðilinn annað hvort skráður sem ekki lögheimilisforeldri eða sem búsetuforeldri.
30--------- Fósturforeldri – Fóstursamningur við BOFS
70--------- BVN – Barnavernd fer með forsjá barns.
90--------- Forsjá óþekkt - Þjóðskrá Íslands hefur ekki fengið fullnægjandi gögn til að skrá forsjá barns.
Ábending v/vélabreytinga hjá Þjóðskrá í janúar 2025
Nánari skýringar:
ATH: Nú er Þjóðskrá Íslands að færa sín dreifingargögn (sem við í Ferli sækjum) yfir á nýjar Linux-vélar og við erum í testfasa að sækja og prófa skrárnar þaðan.
Við höfum verið að keyra allar okkar keyrslur á vélunum hjá okkur og allt hefur gengið vel og við sjáum engar breytingar.
Við ætlum samt að hafa smá fyrirvara og setjum gögnin frá nýju Þjóðskrárvélinni í farveginn hjá okkur mánudaginn 20. janúar 2025.
Við eigum ekki von á öðru en að allt keyri sem fyrr... en bara til að við séum viss þá ætlum við eftir hádegið dagana 13. - 17. janúar að
setja inn í farveginn okkar dreifingarskrárnar frá nýju vélinni ef einhver vill prófa að sækja eftir hádegið þá daga.
Þ.e. þá geta allir sem vilja prófa nýju skrárnar sótt þær EFTIR HÁDEGIÐ þessa daga...
Auðvitað erum við að sækja frá Þjóðskrá og við erum að vinna með og undirbúa skrárnar eins og áður...
þannig að breyting til notenda á ekki að vera nein... en alltaf gott að vera viss !
Skrá vegna hamfara í Grindavík - Nýtt í desember 2023
Nánari skýringar:
Nú er hægt að sækja frá Ferli skrá sem sýnir nýja lögheimiliskóda sem gerðir hafa verið vegna skráningar Grindvíkinga í bráðabirgðahúsnæði.
Um er að ræða nýja skrá með nýju útliti og er hægt að sækja færslulýsingu og nánari skýringar í pdf-skjal hér til hægri undir liðnum Færslulýsingar.
Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að nálgast þessa skrá hafi samband við okkur í Ferli
Skrá yfir forsjá barna - Nýtt í apríl 2022
Nánari skýringar:
Nú er hægt að sækja frá Ferli skrá sem sýnir forsjárupplýsingar barna.
Um er að ræða nýja skrá með nýju útliti og er hægt að sækja færslulýsinguna í pdf-skjal hér til hliðar.
Hafið samband til að fá nánari upplýsingar.
Hægt er að sjá frétt frá vefsíðu Þjóðskrár um forsjárskrá og þar eru einnig slóðir á umsóknareyðublöð.
Breytingar sem taka gildi í þjóðskrá einstaklinga í janúar 2022
Nánari skýringar:
Íbúðanúmer kemur inn í dreifingarskrá í svæðum 3-6 og mun bætast inn eftir því sem skráningar aukast
Kennitala lögheimilisforeldris kemur í svæðum 250-259
Kennitala búsetuforeldris kemur í svæðum 260-269
Varðandi kennitölur kemur hér nánari skýring frá Skrifstofu Þjóðskrár:
Þessi svæði verða eingöngu útfyllt í þeim tilfellum þar sem forsjáraðilar hafa gera samning sín á milli um skipta búsetu barns. Að öðru leyti verða þessi svæði tóm. Einstaklingar sem fara með sameiginlega forsjá barns en hafa ekki gert samning um skipta búsetu, þá verða svæðin auð.
Dæmi:
Kennitala Lögheimilisforeldris (nýtt svæði) – Svæðið verður eingöngu útfyllt í þeim tilfellum þar sem samningur um skipta búsetu er til staðar.
-Einstaklingar sem eiga barn saman, búa ekki saman og eru með sameiginlega forsjá en uppfylla ekki skilyrði um skipta búsetu barns þá verður þetta svæði autt.
-Einstaklingar sem eiga barn saman og búa saman þá er þetta svæði autt.
-Einstaklingar sem fara einir með forsjá þá er þetta svæði autt.
Kennitala Búsetuforeldris (nýtt svæði) – Svæðið verður eingöngu útfyllt í þeim tilfellum þar sem samningur um skipta búsetu er til staðar.
-Einstaklingar sem eiga barn saman, búa ekki saman og eru með sameiginlega forsjá en uppfylla ekki skilyrði um skipta búsetu barns þá verður þetta svæði autt.
Þessar nýju upplýsingar er ekki hægt að nota til að ákvarða hvernig forsjá er háttað nema í þeim tilfellum þar sem lögheimilisforeldri og búsetuforeldri er skráð, eftir að samningur þess eðlis hefur verið gerður.
Í engum tilfellum verður annað svæðið eingöngu útfyllt með kennitölu en ekki hitt.
Varðandi nafn og heimili:
Einstaklingar geta dulið nafn og heimili í samvinnu við dómstóla. Þá kemur í eitt ár nafnið og heimilið sem "Ótilgreint".
Fyrirtæki þurfa að skoða hjá sér hvaða áhrif það hefur í kerfum þeirra !
------------------------------------------------------------------
Frá janúar 2018 gerir Ferli (s: 544-5888) áskriftarsamninga f.h. Skattsins um:
- - fyrirtækjaskrá
- - utangarðsskrá fyrirtækja
- - brottfelld fyrirtæki
Til að fá aðgang að fyrirtækjaskrá - hringdu eða sendu okkur póst.
ATH: Árlegt áskriftargjald frá Skattinum hefur verið fellt niður.
Mismunandi skrár og mismunandi dreifingarmöguleikar
Ferli býður upp á: mánaðarlegar, vikulegar og daglegar uppfærslur á öllum þeim breytingum sem verða á skránum. Einnig er í boði að sækja til okkar horfinnaskrá og apótekaraskrá.
Við bjóðum þeim fyrirtækjum sem sækja til okkar uppfærslur sFTP-aðgang að skránum og allar gagnasendingar eru dulkóðaðar. Einnig bjóðum við RSF-aðgang fyrir þau sem hafa IBM i tölvur.
Áður en farið er af stað þurfa fyrirtæki að gera samning við:
Skrifstofu Þjóðskrár (s: 515-5300) um árlegt áskriftargjald að:
- - þjóðskrá
- - horfinnaskrá
- - utangarðsskrá (kerfiskennitöluskrá)
- - apótekaraskrá
- Hægt er að sækja um þjóðskrársamninginn hér.
Frá janúar 2018 gerir Ferli (s: 544-5888) áskriftarsamninga f.h. Skattsins um:
- - fyrirtækjaskrá
- - utangarðsskrá fyrirtækja
- - brottfelld fyrirtæki
Til að fá aðgang að fyrirtækjaskrá - hringdu eða sendur okkur póst.
ATH: Árlegt áskriftargjald frá Skattinum hefur verið fellt niður (frá árinu 2018).
Dreifing þjóðskrár
Dreifingarskrá þjóðskrár er skrá á textaformi.
Hægt er að velja um:
- - daglega uppfærslu
- - vikulega uppfærslu
- - mánaðarlega uppfærslu
Þau fyrirtæki sem hafa samning fyrir bæði þjóðskrá og fyrirtækjaskrá geta valið um að sækja skrárnar í sitthvoru lagi eða sem eina skrá.
Það fer eftir samningi fyrirtækis hversu miklar upplýsingar það fær úr þjóðskrárfærslunni.
Ferli útvegar einnig allar hliðarskrár fyrir þjóðskrána.
Sem dæmi má nefna:
- - póstnúmeraskrá
- - sveitarfélagaskrá
- - landakóda- og ríkisfangaskrá
Dreifing forsjárskrár
Dreifingarskrá forsjár er skrá á textaformi.
Hægt er að velja um:
- - daglega uppfærslu
- - vikulega uppfærslu
- - mánaðarlega uppfærslu
Sérstakt leyfi þarf frá skrifstofu Þjóðskrár til að mega fá forsjárskrána.
Dreifing fyrirtækjaskrár
Dreifingarskrá fyrirtækjaskrár er skrá á textaformi.
Hægt er að velja um:
- - daglega uppfærslu
- - vikulega uppfærslu
- - mánaðarlega uppfærslu
Þau fyrirtæki sem hafa samning fyrir bæði þjóðskrá og fyrirtækjaskrá geta valið um að sækja skrárnar í sitthvoru lagi eða sem eina skrá.
Ferli útvegar einnig allar hliðarskrár fyrir fyrirtækjaskrána.
Sem dæmi má nefna:
- - póstnúmeraskrá
- - sveitarfélagaskrá
- - ÍSAT kódaskrá
- - rekstrarform o.fl.
Dreifing utangarðsskrár fyrirtækja
Dreifingarskrá utangarðsskrár fyrirtækja er skrá á textaformi.
Hægt er að velja um:
- - daglega uppfærslu
- - vikulega uppfærslu
- - mánaðarlega uppfærslu
Þessi skrá inniheldur kennitölur erlendra fyrirtækja sem hafa starfsstöð á Íslandi eða íslensk fyrirtæki sem hafa starfsstöð erlendis. Í þessari skrá eru eingöngu þau fyrirtæki sem hafa rekstrarformið Z1, Z2 eða Z3.
Um er að ræða sömu færslulýsingu og fyrir fyrirtækjaskrá.
Ferli útvegar einnig allar hliðarskrár fyrir fyrirtækjaskrána.
Sem dæmi má nefna:
- - póstnúmeraskrá
- - sveitarfélagaskrá
- - ÍSAT kódaskrá
- - rekstrarform o.fl.
Dreifing horfinnaskrár
Dreifingarskrá horfinna (látnir) er skrá á textaformi og kemur alltaf sem heildarskrá.
Hægt er að velja um:
- - daglega uppfærslu
- - vikulega uppfærslu
- - mánaðarlega uppfærslu
Tegund skráar:
Það fer eftir samningi fyrirtækis hversu miklar upplýsingar það fær úr horfinnaskránni.
Ferli útvegar einnig allar hliðarskrár fyrir horfinnaskrána.
Sem dæmi má nefna:
- - póstnúmeraskrá
- - sveitarfélagaskrá
Dreifing á utangarðsskrá (nú kölluð "kerfiskennitöluskrá")
Utangarðsskrá (Kerfiskennitöluskrá) er skrá á textaformi og kemur alltaf sem heildarskrá.
Hægt er að velja um:
- - daglega uppfærslu
- - vikulega uppfærslu
- - mánaðarlega uppfærslu
Tegund skráar:
Það fer eftir samningi fyrirtækis hversu miklar upplýsingar það fær úr utangarðsskrá (kerfiskennitöluskrá).
Ferli útvegar einnig allar hliðarskrár fyrir utangarðsskrá.
Sem dæmi má nefna:
- - póstnúmeraskrá
- - sveitarfélagaskrá
Einstaklingar í atvinnurekstri
Einstaklingar í atvinnurekstri er skrá á textaformi sem inniheldur einstaklinga sem hafa atvinnurekstur á eigin kennitölu.
Hér sést vsk-númer, ÍSAT kódi og rekstrarform. Kemur alltaf sem heildarskrá.
Hægt er að velja um:
- - vikulega uppfærslu
Tegund skráar:
Ferli útvegar einnig allar hliðarskrár fyrir utangarðsskrá.
Sem dæmi má nefna:
- - póstnúmeraskrá
- - ÍSAT kóda
- - rekstrarform
Dreifing apótekaraskrár
Apótekaraskrá er skrá á textaformi sérætluð fyrir apótek og spítala.
Hægt er að velja um:
- - mánaðarlega uppfærslu
Tegund skráar:
- 18 stafa sérunnin skrá frá Ferli sem inniheldur hverju sinni kennitölur og dagsetningu allra þeirra sem flutt hafa til landsins síðustu sex mánuði.
Ferli útvegar einnig allar hliðarskrár fyrir fyrirtækjaskrána. Sem dæmi má nefna:
- - póstnúmeraskrá
- - sveitarfélagaskrá
- - ÍSAT kódaskrá
- - rekstrarform o.fl.
XML vefþjónustur
Ferli býður upp á XML aðgang að þjóðskrá og fyrirtækjaskrá. Með því að senda okkur kennitölu svörum við til baka með færslu úr viðkomandi skrá. Hægt er að velja um grunnupplýsingar aðila eða nánari viðbótarupplýsingar en það fer eftir samningi fyrirtækisins.
Allar fyrirspurnir og svör í vefþjónustunni eru dulkóðuð:
- - .NET vefþjónusta (SOAP)
Hér er hægt að nálgast sýnishorn og prófa .NET vefþjónustuna xml.ferli.is
Hafið samband ef þið hafið áhuga á að prófa. Við útvegum lykilorð.
Gagnagrunnslausnir
Hjá Ferli eru til margs konar lausnir varðandi móttöku dreifingarskráa.
Við höfum uppfærsluforrit tilbúin fyrir:
- - Windows Datagate gagnagrunn
- - Windows SQL gagnagrunn
- - DB2 gagnagrunn fyrir IBM i vélar
Sérstök tengiforrit sjá um allar reglulegar uppfærslur ef með þarf. Þjóðskrárforrit fyrir SQL-server, System i og Datagate eru til hjá okkur.
Fjöltengi - sjálfvirk dreifing innandyra
Þjóðskrárfjöltengið er alveg sérstök lausn frá Ferli til að dreifa þjóðskránni áfram innan fyrirtækis.
Eftir að þjóðskrárbreytingaskráin kemur inn til fyrirtækja þarf oft að dreifa henni í hin ýmsu kerfi og hefur verið ákveðið verkefni að halda utan um hvort öll kerfi hafi móttekið nýjustu breytingarnar.
Við hjá Ferli leysum þetta með litlu kerfi sem við köllum Þjóðskrárfjöltengi ! Með Fjöltenginu er safnað upp í ákveðinn stofn öllum breytingaskrám og þeim er síðan dreift upp í allt að sex stofna innandyra.
Í kerfinu er sérstaklega hugsað til þess að gögn tapist aldrei og er auðvelt fyrir fyrirtæki að halda utan um skrána sem fer í Þjóðarsýn, í viðskiptamannakerfið, í launakerfið o.s.frv.
Hægt er að velja um 128 stafa eða 300 stafa færslu og einnig er hægt að velja um stafatöflu fyrir Windows eða fyrir 850. Einnig er alltaf hægt að kalla upp forritið og sækja heildarstofninn úr Þjóðarsýn eins og hann er hverju sinni.
Mörg fyrirtæki nýta sér Fjöltengið nú þegar og hefur það reynst frábærlega. Þjóðskrárfjöltengið keyrir á Windows og tekur gögnin úr Þjóðarsýn hvort sem er frá IBM i eða frá Windows netþjóni.