InterFormNG fyrir Windows og Unix
Vinnur með XML-skjöl
InterformNG les xml skjöl og býr til pdf skjöl sem hægt er að geyma eða senda sem viðhengi í tölvupósti. Sérstakur editor fylgir kerfinu þar sem búin er til forskrift sem tekur XML-skjalið og býr til útskriftina eða pdf skjalið. InterformNG er yfirleitt fljótt að borga sig upp með sparnaði í forprentun og með tölvupóstsendingum á pdf-skjölum.
Í InterformNG er hægt að nota XPATH forritunarmál en með því opnast miklir möguleikar eins og að gera breytur, búa til teljara og leggja saman summutölur. XPATH leyfir einnig margvíslegar aðgerðir eins og samskeytingu á texta o.fl. Með InterformNG er auðvelt að gera eyðublöð, greiðsluseðla eða yfirlit beint úr XML skjölum og hægt að spara verulega með því að vera ekki að forprenta eyðublöð fyrir útskriftir.
Keyrslurnar eru mjög einfaldar því XML skjölin eru sett í ákveðna möppu og grípur þá InterformNG skjalið og meðhöndlar samkvæmt forskriftinni og býr til útskriftina eða pdf skjalið. Sérstakt vefkerfi fylgir í InterformNG þar sem sett er upp hvað skuli gera við hvert xml-skjal.
InterForm fyrir System i
Breytir útlistunum, býr til pdf og sendir tölvupóst
Interform er í gangi hjá fjöldamörgum fyrirtækjum sem nota System i og hefur gjörbylt öllu prentúttaki hjá þeim.
Interform400 er tilvalið fyrir þau fyrirtæki sem vilja gera gagngerar breytingar á útskriftum án þess að þurfa að breyta forritum. Kerfið tekur prentlista eins og þeir koma úr System i og gefur möguleika á að breyta fontum, setja skugga, ramma og rasta ásamt því að geta fært upplýsingar fram og til baka á blaðinu. Einnig hægt að láta Interform raða prentlistum í aðra röð heldur en sú sem kemur út frá System i vélinni. T.d. væri hægt að taka skuldalista sem væri í póstnúmeraröð og láta Interform raða honum í röð á dagsetningu skuldar og jafnvel "splitta" honum upp í þrjá lista eftir því hversu margir dagar væru á skuldinni og einnig að setja skuggabox utan um skuldatöluna ef hún er hærri en ákveðið viðmið.
Möguleikarnir eru alveg ótrúlegir og á einfaldan máta er hægt að gera frábæra andlitslyftingu á gömlu góðu "grænu" listunum með því að láta þá líta út eins og þeir væru prentaðir úr Wordskjali. Eftir að búið er að setja upp hvernig listinn á að líta út, þá þarf ekki að hreyfa við honum eftir það, því Interform grípur listann næst þegar hann kemur á prentbiðröðina og setur í gegum ákveðna vinnslu sem breytir honum í nýja útlitið.
Með kerfinu er hægt að gera pdf-skjöl og láta vélina senda skjalið sem viðhengi á netfang sem finnst í textanum.
Kerfið gerir einnig alla meðferð á eyðublöðum “overlay” mjög einfalda og gefur marga möguleika við uppsetningu þeirra. Til dæmis er hægt að teikna upp eyðublað í Word eða nánast í hvaða teikniforriti sem er. Eyðublöðin er líka hægt að gera í gamla góða græna skjánum og síðan eru þau skoðuð í sérstöku forriti sem fylgir og heitir SwiftView, en með því erum við nánast að gera "PrintPreview" á listann sem við erum að breyta og því auðvelt að vinna með þessar uppsetningar.
Við prentun skeytir iSeries vélin saman eyðublaðinu (“overlay”) og útskriftinni sjálfri. Það sem gerist er að útskriftinni er breytt í PCL-kóda sem allir PC-prentarar þekkja og því nánast hægt að skrifa listana á hvaða prentara sem er (og í litum!)
Með kerfinu er hægt að spara töluverða peninga við formprentun. Til dæmis er hægt að setja “logo” í allar útskriftir, ramma, rasta, stóra/litla stafi í mörgum leturgerðum og margt fleira.
Margir möguleikar og mörg hliðarkerfi
Embedded PDF
Í báðum kerfunum er möguleiki að búa til embedded pdf skjöl, en það eru pdf-skjöl með fylgiskjöl inni í pdf-skjalinu sjálfu. Þessi nýjung er sérstök viðbót við kerfin og er þá hægt að tengja saman fylgiskjöl með í pdf-skjali.
Þessi fylgiskjöl geta verið af hvaða tegund sem er, t.d. mætti fylgja annað pdf-skjal eða Word skjal eða Exel skjal en einnig er hægt að setja margar tegundir af fylgiskjöldum.
Sem dæmi væri hægt að senda yfirlit á viðskiptamann og á bak við hverja línu væri t.d. reikningarnir úr yfirlitinu sjálfu. Þessi hliðargögn eru send inni í pdf-skjalinu og hægt að smella á tenginguna sem sést í skjalinu til að sækja þau upp.
Barkódar prentaðir
Í Interform er ótrúlega auðvelt að prenta barkóda og eru allar týpur kódans tilbúnar í kerfinu.
Límmiðar prentaðir
Hægt er að tengja Interform við sérstaka Zebra-límmiðaprentara. Kerfið er leiftursnöggt að prenta miðana og hægt er að prenta línur, rasta, lógo o.fl.
InterForm Archive
Skjalavistun og geymsla á prentlistum gerð að léttum leik. Í kerfinu er hægt að leita í gegnum pdf-skjöl og prentlistana eftir ákveðnum leitarsvæðum. Mjög einfalt að skilgreina leitarsvæði og skilyrði og hægt að byggja ný og ný leitarskilyrði jöfnum höndum.
InterForm PDF-Security
Sérstök viðbót við Interform sem býr til dulkóðaðar pdf-skrár og getur þá móttakandi einungis opnað ef hann hefur "digital certificate". Öflugt og öruggt.
InterExcel
InterExcel tekur hvaða prentlista sem er af System i og breytir þeim beint yfir í glæsileg Excelskjöl. Kerfið er ótrúlega ódýrt og þægilega einfalt.