InterFormNG2 fyrir IBM i, Windows, Linux og Unix

Vinnur með þessi skjöl: JSON, XML, CSV, SCS, PDF, TEXT og EXCEL

InterformNG2 les t.d. XML-skjöl og býr til pdf skjöl sem hægt er að geyma eða senda sem viðhengi í tölvupósti. Sérstakur "Browser-editor" fylgir kerfinu þar sem búin er til forskrift sem tekur XML-skjalið og býr til útskriftina eða pdf skjalið. Með InterformNG2 er byrjað á auðu blaði og allt teiknað upp á einfaldan máta.

Í InterformNG2 er hægt að nota XPATH forritunarmál en með því opnast miklir möguleikar eins og að gera breytur, búa til teljara og leggja saman summutölur. XPATH leyfir einnig margvíslegar aðgerðir eins og samskeytingu á texta o.fl. Með InterformNG2 er auðvelt að gera eyðublöð, greiðsluseðla eða yfirlit beint úr XML skjölum og hægt að spara verulega með því að vera ekki að forprenta eyðublöð fyrir útskriftir.

Keyrslurnar eru mjög einfaldar því XML skjölin eru sett í ákveðna möppu og grípur þá InterformNG2 skjalið og meðhöndlar samkvæmt forskriftinni og býr til útskriftina eða pdf skjalið. Sérstakt vefkerfi fylgir í InterformNG2 þar sem sett er upp hvað skuli gera við hvert xml-skjal.



InterFormNG2 fyrir System i

Breytir útlistunum, býr til pdf og sendir tölvupóst

InterformNG2 er tilvalið fyrir þau fyrirtæki sem vilja gera gagngerar breytingar á útskriftum án þess að þurfa að breyta forritum. Kerfið tekur inn skjöl af ýmsum gerðum gefur möguleika á að breyta fontum, setja skugga, ramma og rasta ásamt því að geta fært upplýsingar fram og til baka á blaðinu. Einnig hægt að láta Interform raða prentlistum í aðra röð heldur en sú sem kemur út frá System i vélinni. T.d. væri hægt að taka skuldalista sem væri í póstnúmeraröð og láta InterformNG2 raða honum í röð á dagsetningu skuldar og jafnvel "splitta" honum upp í þrjá lista eftir því hversu margir dagar væru á skuldinni og einnig að setja skuggabox utan um skuldatöluna ef hún er hærri en ákveðið viðmið.

Möguleikarnir eru alveg ótrúlegir og eftir að búið er að setja upp hvernig listinn á að líta út, þá þarf ekki að hreyfa við honum eftir það, því InterformNG2 grípur listann næst þegar hann kemur í ákveðna möppu og setur í gegum ákveðna vinnslu sem breytir honum í nýja útlitið.

Með kerfinu er hægt að gera pdf-skjöl og láta senda skjalið sem viðhengi á netfang sem finnst í textanum.

Kerfið gerir einnig alla meðferð á eyðublöðum “overlay” mjög einfalda og gefur marga möguleika við uppsetningu þeirra.

Við keyrslu setur kerfið saman eyðublaðið (“overlay”) og útskriftina sjálfa.

Með kerfinu er hægt að spara töluverða peninga við formprentun. Til dæmis er hægt að setja “logo” í allar útskriftir, ramma, rasta, stóra/litla stafi í mörgum leturgerðum og margt fleira.



Margir möguleikar og mörg hliðarkerfi


Barkódar prentaðir

Í Interform er ótrúlega auðvelt að prenta barkóda og eru allar týpur kódans tilbúnar í kerfinu.


Límmiðar prentaðir

Hægt er að tengja Interform við sérstaka Zebra-límmiðaprentara. Kerfið er leiftursnöggt að prenta miðana og hægt er að prenta línur, rasta, lógo o.fl.


InterForm Archive

Skjalavistun og geymsla á prentlistum gerð að léttum leik. Í kerfinu er hægt að leita í gegnum pdf-skjöl og prentlistana eftir ákveðnum leitarsvæðum. Mjög einfalt að skilgreina leitarsvæði og skilyrði og hægt að byggja ný og ný leitarskilyrði jöfnum höndum.



InterExcel

InterExcel tekur hvaða prentlista sem er af IBM i og breytir þeim beint yfir í glæsileg Excelskjöl. Kerfið er ótrúlega ódýrt og þægilega einfalt.