Nýtt útlit á allar IBM System i skjámyndir

Með Presto færist öll skjávinnsla á System i yfir á vefinn og notendur þurfa ekki að vera í svokallaðri 5250-skjálotu. Engar forritabreytingar þarf til að hægt sé að byrja að vinna í Presto og allar myndir koma í nýju útliti yfir í vefumhverfið.


Hægt að breyta sérstaklega hverri síðu

Hægt er að bæta við á valdar skjásíður myndum, tenglum og setja fellibox í valsvæði. Einnig er hægt að taka t.d. val fyrir framan flettimyndir og setja myndir í staðinn.

Hægt er að taka út valliði í valmyndum og setja tengla í staðinn og þannig nýtist músin enn frekar í skjámyndunum. Einstaklega auðvelt er að haka við að dagsetningarsvæði eigi að kalla upp dagatal þegar smellt er á svæði.

Með Presto fylgir sérstakt tól þar sem hægt er að taka hverja skjámynd og breyta henni sérstaklega og þannig auðvelt að velja þær síður sem mest eru notaðar til breytinga. Þegar farið er að vinna með síðurnar þannig, þá er fullur aðgangur að öllum html-kóda og því enn auðveldara fyrir vikið að bæta inn t.d. Ajax eða JavaScript möguleikum.