Visual RPG.net

Visual RPG.net frá ASNA er forritunarumhverfi sem kemur innvafið í Visual Studio og nýtist þar eins og hvert annað .net forritunarmál. Hægt er að vinna samhliða í verkefnum í C#, VB eða VISUAL RPG.net og gerir forriturum kleift að nálgast gögnin á System i, Windows eða SQL-server á einstaklega einfaldan máta.

Viltu gera vefþjónustu á System i ? - kíktu á xml.ferli.is

Þarftu að koma gögnum frá System i yfir í önnur kerfi ? Með Visual RPG.net er mjög einfalt að gera .net vefþjónustur sem tala beint við gögnin á System i (í gegnum DataGate) og skila niðurstöðum beint út í xml skjöl. Hafðu endilega samband ef þú vilt skoða þetta nánar. Við gefum þér lykilorð og þá getur þú prófað hvernig svona vefþjónusta keyrir.


Monarch

Yfirflutningur kerfa frá RPG á System i yfir í Visual RPG.net

Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með Monarch frá ASNA, en með því er hægt að sækja "gömlu grænu" kerfin og setja yfir í Visual RPG.net kerfi.

Öll forritin, skrár, skjámyndir, prentlistar eru tekin og færð yfir í Windows umhverfið og færist þá þróun hugbúnaðarins yfir í Visual Studio umhverfið og unnið þar með Visual RPG.net. Núna er komin útgáfa Monarch sem einfaldar enn meira yfirfærsluna. Góð þekking á Visual RPG.net og System i ásamt því að hafa allan forritakóda er nauðsynlegt til að hægt sé að gera yfirfærslu milli umhverfa.


DataGate.net

DataGate er sérstakt kerfi og er samheiti yfir gagnagrunn fyrir Windows og gagnagrunnstengingar við System i og SQL server. DataGate er í raun mörg kerfi með mismunandi virkni. Með DataGate er hægt að láta eitt og sama forritið tala við gögn á iSeries, Windows netþjóni, á SQL-server eða á stakri PC og þess vegna alla í einu. Þessi grunnur hefur sópað til sín verðlaunum og fengið mjög lofsamleg ummæli.


DataGate fyrir System i

  • Leyfir forritum sem skrifuð eru með Visual RPG að nálgast gögn á System i
  • Hægt að draga gögn á milli umhverfa
  • DataGate fyrir Windows

  • Ótrúlega hraðvirkur gagnagrunnur fyrir netþjóna
  • Hefur sömu skráarlýsingar og á System i
  • DataGate fyrir SQL-server

  • Leyfir forritum sem skrifuð eru með Visual RPG að nálgast gögn á SQL server
  • Gefur möguleika á að draga gögn á milli umhverfa.
  • DataGate fyrir vefinn

  • Með Visual RPG.net er hægt að skrifa vefkerfi og í gegnum IIS talar DataGate við gögnin
  • Gögnin geta þá verið á System i, Windows, DataGate eða á SQL server
  • Gögnin gætu líka verið á öllum þremur stöðunum í einu