Strategi tengir gögnin við heimasíðurnar
Strategi er hugbúnaður sem gerir System i vélar að öflugum Internetstjóra. Með kerfinu er sérlega auðvelt að opna hvers konar "heimabanka" sem nálgast gögnin frá vélinni.
Birtingar á yfirlitum, reikningum eða viðskiptastöðum er lítið mál að framkvæma og er System i vélin leiftursnögg að afgreiða fyrirspurnir sem birtast á heimasíðum hjá notendum. Til dæmis er þessi vefur keyrandi á System i vél Ferlis með Strategi.
iSeries gögn í heimasíðum (SOA)
Með Strategi fylgir einnig ákveðin forritunartækni sem kallast SOA ( var áður HSM eða "High Speed Messaging") og með henni er mjög auðvelt að láta heimasíður nálgast gögn frá gagnaskrám System i vélarinnar.
Skrifuð eru forrit á System i sem svara fyrirspurnunum leiftursnöggt þegar þær koma frá heimasíðunum. Ef unnið er eftir ákveðnum vinnubrögðum er svartími á hverri aðgerð í SOA ótrúlega lítill eða um 2 ms og því lítið mál að sækja mikið af gögnum í hverri síðu
Einn megin kostur við SOA aðferðina er að hægt er að láta búa til síðurnar en tengja þær svo sérstaklega við gögnin eftir á. Þetta þýðir að ekki endilega þarf forritarinn að gera bæði heimasíður og gagnatenging.
5250 skjálota á iSeries yfir Internetið
Hægt er sérstaklega að leyfa notendum að skrá sig inn á System i vélina beint frá vefskoðara og birtist þá gluggi sem leyfir allar venjulegar skjáaðgerðir. Þessi gluggi er sendur niður frá System i og er ekki nema tæp 70K. Hraðinn á þessari tengingu er feiknagóður.
Tengingar frá lófatölvum við System i
Með Strategi mobile Access er hægt að ná skjásambandi við System i vélar frá litlum lófatölvum. Ótrúlega sniðug tækni og fjöldi fyrirtækja erlendis kaupa nýjar System i vélar, bara til að geta notað mobile Access frá ABL.
Pocket Strategi
Pocket Strategi er sérstakur gagnagrunnur sem settur er inn á lófatölvur og þegar lófatölvan er í sambandi við System i, þá eru gögnin lesin þaðan, en ef ekki er samband, þá er forritið að vinna í grunninum á lófatölvunni. Þegar aftur er komið í samband, þá uppfærist sjálfkrafa frá lófatölvunni og inn í grunninn.
Sendingar til notenda
Þegar notendur hafa skráð sig inn á skjámynd er hægt að láta iSeries vélina senda þeim hvaða gagnaskrá sem er eða hvaða prentlista sem er. Einnig er hægt að senda t.d. Word eða Excel skjöl eða myndir beint frá iSeries vélinni. Með þessu móti væri hægt að senda viðkomandi viðskiptavinum yfirlit á rafrænu formi sem myndi opnast sem t.d. Word-skjal þegar notandinn myndi skrá sig inn í skjámyndarlotu næst. Þetta er svokölluð PUSH tækni sem er hvergi þekkt nema í Strategi.
Heildarumsjón á notendum
Frá einni valmynd í Strategi er hægt að halda utan um alla notendur og allar aðgerðir í kerfinu. Hægt er t.d. að stofna notendur sem mega koma inn á allar heimasíður eða bara ákveðnar heimasíður. Einnig er hægt að tengja notendur við ákveðna skilgreinda hópa og því mjög auðvelt að bæta inn nýjum aðilum inn í hópana og þá mega þeir allt sjá eins og viðkomandi hópur hefur verið skilgreindur. Allar aðgerðir fyrir meðhöndlun notenda eru gerðar frá "grænni" heimasíðu en hver aðgerð er í raun CL-skipun sem er þá hægt að nota í hvaða forriti sem er.